Greitt með símanum
Gleymdirðu veskinu eða töskunni heima? Ekkert mál. Hægt er að greiða með símanum
eða nota hann sem miða ef þjónustuveitan styður það.
Þjónustuveitan þín gefur upplýsingar um framboð þjónustu á þínu svæði. Þú þarft að
hafa SIM-kort sem styður NFC. Þjónustan er tengd við SIM-kortið þitt.
Tækið tekið í notkun
1 Hafðu samband við þjónustuveituna til að virkja þjónustuna.
2 Veldu >
Stillingar
.
Afþreying
89
3 Veldu
Tengingar
>
NFC
>
Kort
>
Kveikt
.
Síminn stilltur á að spyrja áður en millifært er af korti
Veldu
Spyrja fyrir notkun korta
>
Já
.
Til athugunar: Ef slökkt er á þessari stillingu biður síminn ekki um staðfestingu
áður en kortaviðskipti eru heimiluð, ekki einu sinni þótt síminn, lyklaborðið og skjárinn
séu læst.
Greitt með símanum
1 Snertu lesarann með NFC-svæði símans þíns.
2 Til að leyfa millifærsluna velurðu
Já
. Hægt er að greiða í stuttan tíma að
staðfestingu lokinni.
3 Snertu lesarann aftur. Þjónustuveitan kann að biðja um staðfestingu á greiðslu.
Til þess að nota samhæfa NFC (Near Field Communication) bókunar- og
greiðsluþjónustu þjónustuveitunnar með þessum síma þarftu að hafa áskrift að
þjónustunni hjá þjónustuveitunni og hafa sett upp forrit frá þjónustuveitunni. Þriðji
aðili útvegar greiðsluforrit og -þjónustu. Nokia veitir hvorki né tekur ábyrgð á slíkum
forritum og þjónustu, þ.m.t. aðstoð við notendur, virkni, peningamillifærslum eða
fjárhagstjóni. Taktu öryggisafrit af gögnum og hafðu samband við þjónustuveituna
áður en þú lætur símann af hendi til viðgerðar eða viðhalds, til að tryggja að bókunar-
eða greiðsluþjónustan sé til staðar eftir viðgerð eða viðhald. Þú kannt að þurfa að
setja aftur upp greiðsluforrit eða -þjónustu þriðja aðila aftir viðgerð eða viðhald.
Hafðu samband við þjónustuveituna ef þú ert með einhverjar spurningar um
greiðsluforrit eða -þjónustu.