Aðgerðir á snertiskjá
Til að nota símann skaltu pikka eða halda fingri á snertiskjánum.
Mikilvægt: Forðast skal að rispa snertiskjáinn. Aldrei skal nota penna, blýant eða
aðra oddhvassa hluti á snertiskjánum.
Forrit eða atriði opnað
Pikkaðu á forritið eða atriðið.
Fingri haldið á skjánum til að sjá fleiri valkosti
Snertu atriði með fingrinum þar til valmyndin opnast.
18
Grunnnotkun
Dæmi: Til að senda nafnspjald eða eyða vekjara heldurðu inni tengiliðnum eða
vekjaranum og velur viðeigandi valkost.
Draga atriði
Haltu fingri á hlutnum og renndu síðan fingrinum yfir skjáinn.
Dæmi: Hægt er að draga hluti á heimaskjánum eða þegar aðalvalmyndinni er breytt.
Strjúka
Settu fingur á skjáinn og renndu honum svo í þá átt sem þú vilt.
Grunnnotkun
19
Dæmi: Til að skipta yfir í annan heimaskjá strýkurðu til vinstri eða hægri.
Til að fletta hratt í gegnum langan lista eða valmynd rennirðu fingrinum hratt upp eða
niður á skjánum og sleppir svo. Pikkaðu síðan á skjáinn til að hætta að fletta.
Auka eða minnka aðdrátt.
Settu tvo fingur á atriði, til dæmis kort, ljósmynd eða vefsíðu, og færðu fingurna í
sundur eða saman.
Ábending: Einnig er hægt að smella tvisvar á hlutinn.
20
Grunnnotkun