Takkar á lyklaborðinu
Uppsetning lyklaborðsins kann að vera breytileg eftir tungumáli texta,
innsláttarstillingu og stafasviði.
1 Lyklaborð
2 Skiptitakki og hástafalás - Skipt milli hástafa og lágstafa. Til að skipta í hástafalás
velurðu takkann tvisvar. Fyrir tiltekin tungumál opnar þessi takki nýtt stafasett.
3 Lokunartakki – Lyklaborðinu lokað.
4 Stafa-/tölustafatakki - Til að slá inn sérstafi eða tölustafi.
5 Tungumálatakki - Skipt á milli tungumála texta. Birtist aðeins þegar fleiri en eitt
tungumál hafa verið valin.
6 Biltakki
7 Broskarlatakki
8 Færslutakki – Bendillinn færður yfir í næstu línu. Önnur notkun fer eftir samhengi.
Í vafranum er bendillinn til dæmis notaður til að opna vefsíðu.
9 Bakktakki - Eyða staf.