Um kortaforrit
Kort sýna þér hvað er í nágrenninu og leiðbeina þér á áfangastað. Kort sýna þér einnig
veðurspá og tengla í nýjustu ferðahandbækur.
•
Leitaðu að borgum, götum og þjónustu með Kort.
•
Samstilltu uppáhaldsstaðina þína og leiðirnar milli símans þíns og vefþjónustu
Nokia-korta.
•
Nýttu þér nákvæmar leiðbeiningar í Akstur.
•
Fáðu ítarlega leiðsögn milli tveggja staða með mismunandi
almenningssamgöngutækjum með Almenningssamgöngur.
•
Skoðaðu veðurlýsingu og spá fyrir næstu daga, ef slíkt er í boði, með Veður.
•
Fáðu aðgang að upplýsingum um hvað er hægt að sjá og gera, hvar gott er að
gista eða bóka herbergi með Handbækur.
Ekki er víst að hnitaupplýsingar séu tiltækar á öllum svæðum.
Ekki er víst að allar þjónustur séu tiltækar í öllum löndum og þær kunna að vera
eingöngu í boði á völdum tungumálum. Þjónusturnar kunna að vera háðar netkerfi.
Símafyrirtækið gefur nánari upplýsingar.
Við notkun þjónustu eða niðurhal efnis getur þurft að hlaða niður miklu gagnamagni
og greiða fyrir gagnaflutning.
Efni stafrænna korta kann stundum að vera ónákvæmt og ófullnægjandi. Aldrei skal
treysta eingöngu á efnið eða þjónustuna fyrir bráðnauðsynleg samskipti, t.d. í
bráðatilvikum.
Sumt efni er framleitt af þriðju aðilum en ekki Nokia. Efnið kann að vera ónákvæmt
og veltur á framboði.
Kort
59