Myndataka
Myndataka
Ýttu á myndavélartakkann til að opna myndavélina.
Myndavél símans er með föstum fókus. Með myndavélinni er hægt að taka myndir þar
sem bæði hlutir í for- og bakgrunni eru í fókus.
Ýttu á myndavélartakkann. Ekki hreyfa símann fyrr en myndin hefur verið vistuð og
hægt er að taka nýja mynd.
Myndir eru vistaðar í Gallerí.
Myndatáknið skoðað
Með myndatákninu geturðu skoðað síðustu myndir sem voru teknar. Veldu til að
opna myndavélina. Strjúktu til hægri til að skoða myndina eða myndskeiðið á undan.
74
Myndavél og myndir
Aðdráttur minnkaður eða aukinn þegar mynd er tekin
Til að auka aðdrátt skaltu setja fingur á skjáinn og renna honum upp. Slepptu
fingrinum þegar svæðið sem þú vilt auka aðdrátt að sést á skjánum. Til að minnka
aðdrátt seturðu fingur á skjáinn og rennir honum niður.
Einnig er hægt að stilla aðdráttinn með hljóðstyrkstökkunum.