Bæta við pósthólfi
Notarðu fleiri en eitt netfang? Hægt er að hafa nokkur pósthólf í símanum. Póstur er
kerfisþjónusta.
Veldu >
Póstur
.
Þegar þú opnar Póstur forritið í fyrsta skipti er beðið um að þú búir til pósthólf. Fylgdu
leiðbeiningunum sem birtast í símanum til að setja upp pósthólf.
Til að nota fyrirtækjanetfang í símanum skaltu setja upp pósthólfið með Exchange
ActiveSync. Þú þarft að hafa heiti Microsoft Exchange Server og netlénið. Hafðu
samband við kerfisstjóra Mail for Exchange til að fá frekari upplýsingar.
Pósthólf bætt við síðar
Þú getur líka sett pósthólfið upp seinna. Veldu
Póstur
>
Nýtt pósthólf
og fylgdu síðan
leiðbeiningunum sem birtast í símanum.
Ábending: Ef þú bætir póstgræju við heimaskjáinn er auðvelt að nálgast póstinn beint
af heimaskjánum.
Pósthólfi eytt
Haltu fingri á pósthólfinu og veldu
Eyða pósthólfi
.
56
Póstur