SIM-korti komið fyrir
Mikilvægt: Þetta tæki er aðeins ætlað til notkunar með mini-UICC SIM-korti, einnig
þekkt sem micro-SIM-kort. Micro-SIM-kort er minna en venjulegt SIM-kort. Ef
6
Síminn tekinn í notkun
ósamhæf SIM-kort eru notuð gæti það skaðað kortið eða tækið og gæti skemmt gögn
sem vistuð eru á kortinu.
Ekki skal festa neina límmiða við SIM-kortið.
1 Gakktu úr skugga um að slökkt sé á símanum.
2 Settu fingurnögl í opið hægra megin á bakhliðinni og taktu bakhliðina varlega af.
3 Fjarlægðu rafhlöðuna ef hún er í.
4 Gakktu úr skugga um að snertiflötur kortsins snúi niður og settu SIM-kortið inn.
Síminn tekinn í notkun
7
5 Láttu snertur rafhlöðunnar nema við rafhlöðuna og settu bakhliðina aftur á sinn
stað.
SIM-kort fjarlægt
1 Slökktu á símanum.
2 Fjarlægðu bakhliðina.
3 Fjarlægðu rafhlöðuna ef hún er í símanum.
4 Settu fingurnögl í opið fyrir ofan SIM-kortið, ýttu SIM-kortinu í átt að neðri hluta
símans og fjarlægðu kortið.