Nokia 603 - Mynd eða annað efni sent með Bluetooth

background image

Mynd eða annað efni sent með Bluetooth
Hægt er að nota Bluetooth til að senda myndir, myndskeið, nafnspjöld,

dagbókarfærslur og annað efni yfir í samhæf tæki vina og í tölvur.

Nokkrar Bluetooth-tengingar geta verið í gangi samtímis. Til dæmis er hægt að flytja

skrár úr tækinu jafnvel þótt það sé tengt við höfuðtól.

1 Veldu hlutinn, til dæmis mynd.
2 Veldu

>

Senda

>

Með Bluetooth

.

3 Veldu tækið sem á að tengjast. Ef tækið birtist ekki á listanum má leita að því með

því að velja

Fleiri tæki

. Þau Bluetooth-tæki sem eru innan svæðisins birtast.

4 Sláðu inn lykilorð ef hitt tækið krefst þess. Lykilorðið, sem þú getur valið sjálf(ur),

þarf að slá inn í bæði tækin. Lykilorð er fyrirfram skilgreint í sumum tækjum.

Nánari upplýsingar er að finna í notendahandbók hins tækisins.
Lykilorðið er aðeins notað fyrir tenginguna sem verið er að koma á.