VPN-tengingar
Veldu >
Stillingar
og
Tengingar
>
VPN
.
Þú þarft VPN-tengingu til að t.d. vafra um innra net fyrirtækisins eða nálgast
vinnupóstinn um fjartengingu.
VPN-stefnur skilgreina hvernig gögn eru dulkóðuð og hvernig fyrirtækið þitt ber
kennsl á símann þinn. Til að stilla VPN-biðlara, vottorð og stefnur skaltu hafa samband
104 Tengingar
við tölvudeild fyrirtækisins þíns. Eftir uppsetningu VPN-stefnu er VPN-tengiaðferð
sjálfkrafa bætt við innra netið.
Frekari upplýsingar má fá með því að leita að „mobile VPN“ á www.nokia.com/
support.
Mikilvægt: Tilvist vottorðs dregur verulega úr þeirri áhættu sem fylgir
fjartengingum og uppsetningu hugbúnaðar. Til að aukið öryggi fáist skal nota vottorð
á réttan hátt, og þau verða að vera rétt, áreiðanleg og traust. Vottorð eru bundin
tilteknum tíma. Ef þau hafa runnið út eða eru ógild skal athuga hvort rétt dag- og
tímasetning er í tækinu.
Áður en stillingum vottorðs er breytt þarf að ganga úr skugga um að treysta megi
eiganda þess og að það tilheyri eigandanum sem tilgreindur er.